Björn Kristjánsson

Björn Kristjánsson

Þingseta

Alþingismaður Norður-Þingeyinga 1931–1934 og 1945–1949 (Framsóknarflokkur).

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur á Víkingavatni 22. febrúar 1880, dáinn 10. júlí 1973. Foreldrar: Kristján Kristjánsson (fæddur 13. nóvember 1861, dáinn 1. janúar 1951) bóndi þar og kona hans Jónína Aðalbjörg Þórarinsdóttir (fædd 5. júní 1856, dáin 7. maí 1911) húsmóðir. Tengdafaðir Bjarna Guðbjörnssonar alþingismanns. Maki 1 (7. október 1907): Gunnþórunn Þorbergsdóttir (fædd 3. júní 1882, dáin 19. mars 1911) húsmóðir. Foreldrar: Þorbergur Þórarinsson og kona hans Guðrún Þorláksdóttir, systir Björns Þorlákssonar alþingismanns. Maki 2 (17. júlí 1918): Rannveig Gunnarsdóttir (fædd 6. nóvember 1901, dáin 29. janúar 1991) húsmóðir. Foreldrar: Gunnar Árnason og kona hans Kristveig Björnsdóttir. Synir Björns og Gunnþórunnar: Þórhallur (1908), Þórhallur (1910). Börn Björns og Rannveigar: Gunnþórunn (1919), Gunnar Kristján (1924), Guðmundur (1925), Kristveig (1927), Ásta (1930).

Bóndi á Víkingavatni 1908–1916. Kaupfélagsstjóri á Kópaskeri 1916–1946. Símstjóri á Kópaskeri 1922–1957, póstafgreiðslumaður þar 1922–1925. Fluttist til Reykjavíkur 1957.

Í hreppsnefnd Kelduneshrepps 1910–1916, í hreppsnefnd Presthólahrepps 1919–1946. Átti sæti í síldarútvegsnefnd 1941–1961.

Alþingismaður Norður-Þingeyinga 1931–1934 og 1945–1949 (Framsóknarflokkur).

Æviágripi síðast breytt 8. apríl 2015.

Áskriftir